62,4% nýta hvatagreiðslur
Alls nýttu 2.642 börn sér hvatagreiðslur Reykjanesbæjar árið 2024 sem er 62,4% af heildarfjölda barna á aldrinum fjögurra til átján ára í Reykjanesbæ. Nýtingin hefur aukist um 14,9 % frá 2019, segir í samantekt sem Hafþór Birgisson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, fór yfir á fundinum.
Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar hvetur alla til að stunda íþróttir og tómstundir í skipulögðu starfi og hvetur foreldra til að nýta hvatagreiðslur sveitarfélagsins. Óumdeilt er að gildi forvarna og lýðheilsu er mikið þegar litið er til þátttöku barna í kröftugu íþrótta- og tómstundastarfi í Reykjanesbæ, segir í fundargerð frá síðasta fundi ráðsins.
Á fundinum var einnig sagt frá þátttökutölum barna og ungmenna í íþróttum og tómstundum í Reykjanesbæ árið 2024. Helstu tölur eru að þátttaka barna fjögurra til átján ára hefur fjölgað úr 56,2% frá árinu 2022 í 61% árið 2024 og þátttaka erlendra barna úr 25,3% frá árinu 2022 í 35,9 % árið 2024.