Einstaklingum með fjárhagsaðstoð fækkar
Alls fengu 160 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjanesbæ í janúarmánuði. Fjárhagsaðstoðin hljóðar upp á rúmlega 27 milljónir króna en að meðaltali eru það um 168.849 kr. á hvern einstakling. Fjöldi barna á framfæri foreldra/forráðamanna á fjárhagsaðstoð voru 47 talsins. Í sama mánuði 2024 fengu 247 einstaklingar greidda fjárhagsaðstoð til framfærslu frá Reykjanesbæ sem hljóðaði upp á 39,2 milljónir króna.
Sérstakur húsnæðisstuðningur var greiddur til 273 einstaklinga í janúar. Samtals voru greiddar um 6,8 milljónir króna. Í sama mánuði 2024 fengu 316 einstaklingar greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélagsins, samtals 6,5 milljónir króna.