Aðsent

Hvað gerir Landssamband eldri borgara (LEB)
Laugardagur 22. febrúar 2025 kl. 06:33

Hvað gerir Landssamband eldri borgara (LEB)

Landssambandi eldri borgara sem er regnhlífasamtök eldra fólks (LEB) á Íslandi. Félög eldra fólks eru 57 með 37 þúsund félagsmenn. Félög eldri borgara starfa víðsvegar um landið og standa fyrir margvíslegri starfsemi í sinni heimabyggð.LEB vinnur að hagsmuna-, velferðar- og áhugamálum aldraðra og kemur fram fyrir hönd aðildarfélaganna gagnvart Alþingi, ríkisstjórn, stjórnvöldum og öðrum sem sinna málefnum aldraðra fyrir landið í heild.

LEB tekur þátt í og vinnur að ýmsum verkefninum, sem dæmi má nefna:

  • Mánaðarlegir fundir með formönnum LEB félaga
  • Hélt fræðslufund um öldungaráðin í haust
  • Kjaranefnd í samstarfi við stjórn LEB hélt átta kjarabaráttufundi í haust víðsvegar um landið
  • Stór kosningafundur á síðasta ári fyrir alþingiskosningarnar með frambjóðendum stjórnmálaflokka, fundinum var streymt og tóku mörg hundruð manns þátt í honum
  • Dómsmál Gráa hersins sem er núna hjá mannréttindadómstólnum til umfjöllunar
  • Samráðshópur við Tryggingastofnun ríkisins
  • Tekur þátt i verkefninu Gott að eldast
  • Á fulltrúa í stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra
  • Á fulltrúa í Öldungaráði Íslands
  • Á fulltrúa í samstarfsnefnd um málefni aldraðra
  • Á fulltrúa í Almannaheill - samtök þriðja geirans
  • Á fulltrúa í Velferðarvaktinni
  • Vinnur að átaki til að draga úr notkun svefnlyfja
  • Á fulltrúa í norrænu samstarfi landssambanda eldri borgara
  • Hjá LEB starfa kjaranefnd, húsnæðisnefn, ritnefnd LEB blaðsins auk nefnda sem starfa fyrir landsfundi.
  • LEB sendir umsagnir um fjölda þingmála sem varða eldra fólk
  • LEB hefur sl. ár átt fjölda funda með ráðherrum og þingmönnum til að reyna að fá þá til að hlusta á baráttumál LEB um að hækka kjör þeirra sem verst standa

Auk þessa lætur LEB vinna fyrir sig skýrslur um stöðu eldra fólks í samfélaginu og hefur miðlað þeim upplýsingum m.a. til ráðherra og þingmanna. Eldra fólk hefur engan samningarétt og stéttarfélögin hafa iðulega skilið þennan hóp eftir án þess að semja um bætingu til þeirra sem áður greiddu sín iðgjöld til stéttarfélaganna.

Um 15 þúsund manns hafa heildartekjur undir lámarkslaunum. LEB hefur síðustu árin lagt aðaláhersluna á að ná fram bættum kjörum fyrir þá sem eru með lágan lífeyrissjóð og/eða fá greitt frá TR. Miðgildi þeirra sem fá greitt úr lífeyrissjóði er krónur 249.000,- og eru það rúmlega 20 þúsund manns sem eru með þau laun eða minna. TR greiðir rúmlega 40 þúsund manns einhvern lífeyri í hverjum mánuði.

LEB mun halda áfram kjarabaráttu fyrir eldra fólk en það er mjög mikilvægt að félög eldra fólks og almennir félagsmenn styðji þá baráttu til við náum betri árangri.

Landsfundur LEB verður haldinn 29. apríl nk. á Park inn hótelinu í Reykjanesbæ og fulltrúar úr öllum félögum LEB geta sent fulltrúa á fundinn til að taka þátt. Ég hlakka til að sjá ykkuur sem flest þar.

Drífa Sigfúsdóttir, varaformaður LEB