Stóru Vogaskóli
Stóru Vogaskóli

Fréttir

Óska breytinga á aðalskipulagi og heimildar fyrir 60 íbúðir
Svona verður ásýndin verði áformin samþykkt. Mynd: JeES arkitektar.
Föstudagur 11. apríl 2025 kl. 06:00

Óska breytinga á aðalskipulagi og heimildar fyrir 60 íbúðir

Líklegt er að á næstunni muni rísa sextíu íbúða hús á lóð þar sem verslun Nettó stendur við Iðavelli í Reykjanesbæ. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar hefur heimilað auglýsingu á óverulegri breytingu á aðalskipulagi og auglýsingu á deiliskipulagi fyrir svæðið.

Kanon arkitektar hafa lagt fram tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Reykjanesbæjar. Svæði verslunar og þjónustu VÞ12, sem er lóð núverandi verslunar Nettó við Iðavelli, verði breytt í miðsvæði og byggingarmagn aukið. Á reitinn komi heimild fyrir sextíu íbúðum og byggingarmagn aukist úr 2.500 m2 í 7.650 m2. heildarstærð reitsins er 5000 m2.

Þá hafa JeES arkitektar óskað heimildar f.h. lóðarhafa KSK eignir ehf. til að auglýsingar á tillögu að deiliskipulagi fyrir reitinn Iðavellir 14b og Vatnsholt 2.

VF Krossmói
VF Krossmói