RNB ráðhús
RNB ráðhús

Aðsent

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja
Föstudagur 14. mars 2025 kl. 06:30

Hættuleg ofnotkun svefnlyfja

Landssambands eldri borgara o.fl. undir forystu Önnu Birnu Almarsdóttur, prófessor, vinna nú að átakinu Sofðu vel til að draga úr notkun svefnlyfja hjá eldra fólki.

Íslendingar notuðu 6 sinnum meira af algengustu svefnlyfjum en Danir árið 2020. Sama ár fengu 10,4% þjóðarinnar lyfseðil fyrir þessi lyf. En lyfin eru hætt að virka eftir 4 vikur en það eru margar slæmar afleiðingar við að taka þau inn. Eldra fólk eru helstu notendur þessara lyfja og því er mikilvægt að ná til þeirra til að vekja athygli á afleiðingum á þessari notkun.

Hættulegar aukaverkanir s.s. vitræn skerðing

Þeir sem taka inn svefnlyf draga úr hæfni sinni við að hugsa hratt, slæva minnið og geta þeirra til að taka ákvarðanir minnkar. Til að viðhalda minni og draga úr heilabilun er nauðsynlegt að hætta notkun svernlyfja.

VF Krossmói
VF Krossmói
Óstöðugleiki og meiðsli vegna byltu

Svefnlyf eru ein helsta orsök meiðsla við byltur hjá eldra fólki. Dæmi um slík er: mjaðmabrot, brot á úlnlið, hrygg, kinnbeini o.fl., höfuðáverkar en einnig dauðsföll. Þeir sem brotna lenda iðulega í því að þurfa að flytja af heimili sínu vegna afleiðinganna.

Skert geta til að stjórna ökutækjum

Fólk sem tekur zópíklón (Imovane) getur verið með jafn skerta aksturshæfni og manneskja með áfengismagn í blóði yfir löglegum mörkum. Fólk sem tekur svefnlyf er 4-6 sinnum líklegra að lenda í alvarlegu umferðaslysi og 1 af hverjum 9 ökumönnum sem lenda í banaslysum hefur nýlega tekið svefnlyf.

Skelfilegir fylgikvillar

Fólk sem fær flensu (eða aðrar veirusýkingar í öndunarfærum) á meðan það tekur svefnlyf er í mjög mikilli hættu á alvarlegum fylgikvillum s.s. 4 sinnum meiri hætta á lungnabólgu og hætta á dauðsfalli vegna flensu er 20 sinnum hærri!

Aðrar hættur

Ef svefnlyfin eru tekin með öðrum slævandi lyfjum er hætta á skertri öndun. Þá eru svefnlyf hættuleg ef þú ert með kæfisvefn á háu stigi.

Slæm fráhvarfseinkenni

Nokkur fráhvarfseinkenni er svefnleysi, kvíði, jafnvægisleysi, ruglingur, pirringur, ofskynjanir og þunglyndi en einnig eru lyfin ávanabindandi.

Hættu að taka svefnlyf og lifðu betra lífi

Að meðaltali sofnar fólk sem notar svefnlyf 7 mínútum fyrr en án þeirra. Þá sefur fólk að meðaltali aðeins 20 mínútum lengur á nóttu. Þessa litla viðbót við svefn er ekki áhættunnar virði! Með því að hætta notkun svefnlyfja nær fólk betri svefni og bættum lífsgæðum.

Frábær árangur við að hætta notkun svefnlyfja og ná betri svefni

Í Kanada náðu 46% þeirra sem notuðu bæklinginn Sofðu vel góðum árangri, ýmist með að draga úr notkun eða hætta notkun svefnlyfja. Það hefur verið opnuð vefsíðan Sofðuvel.is þar sem finna má fjölda gagnlegar upplýsinga og bæklingin sem gefinn hefur verið út en hann má einnig finna í lyfjaverslunum og á heilsugæslustöðvum víða um land.

Ég vil hvetja alla sem nota svefnlyf og aðstandendur þeirra, til að kynna sér bæklinginn sem átakið hefur látið þýða og liggja nú frammi víða á heilsugæslum og í lyfjaverslunum. Þá má líka finna á Sofduvel.is ásamt fleiri gagnlegum upplýsingum.

Drífa Sigfúsdóttir,

varaformaður LEB.