Leikfélag Glanni
Leikfélag Glanni

Aðsent

Nemendur Ungleikhússins halda fjáröflunar BAZAR helgina 5.-6. apríl
Miðvikudagur 2. apríl 2025 kl. 14:16

Nemendur Ungleikhússins halda fjáröflunar BAZAR helgina 5.-6. apríl

Börnin í Ungleikhúsinu tóku þátt í forkeppni Dance World Cup sem fram fór í Borgarleikhúsinu í lok febrúar. Öll 24 atriðin sem þau kepptu með komust áfram í lokakeppnina og gott betur en það. Hópurinn hlaut samtals 16 gullverðlaun, 7 silfurverðlaun og 1 bronsverðlaun og eru því allir 50 dansararnir sem tóku þátt á vegum Ungleikhússins á leið í lokakeppnina sem haldin verður á Spáni í sumar.

Mikill kostnaður fylgir auðvitað slíkum keppnisferðum og eru börnin (og foreldrar þeirra) að standa fyrir hinum ýmsu fjáröflunum þessa dagana, en helgina 5. til 6. apríl ætla þau að setja upp Reykjanes BAZAR og standa þar vaktina, hver á sínum básnum með fjölbreytt vöruúrval af spennandi varningi á góðu verði. Herlegheitin fara fram í íþróttasal Háaleitisskóla frá kl. 11 til 16 báða dagana.
Auk sölubásanna verður hoppukastali á staðnum fyrir yngstu börnin, nýbakaðar vöfflur til sölu ásamt því að börnin munu sýna nokkur vel valin atriði. 

VF Krossmói
VF Krossmói

Hvetjum við alla sem hafa gaman af stuði og góðri stemningu að mæta um helgina og gera góð kaup og styðja við börnin um leið. Frekari upplýsingar á facebook og instagram undir nafninu: reykjanesbazar.