Leikfélag Glanni
Leikfélag Glanni

Aðsent

Ráðstefna um menntun í náttúruvísindum í Sandgerði
Miðvikudagur 26. mars 2025 kl. 10:57

Ráðstefna um menntun í náttúruvísindum í Sandgerði

Þegar þetta er skrifað bíðum við eftir eldgosi á Suðurnesjum, í byrjun mánaðar var sjávarstaða svo há að varnargarðar héldu ekki svo flæddi langt inná land og jafnvel inn í hús. Hér kennir ýmissa grasa og málaflokkurinn náttúruvísindi á vel við líkt og á öðrum stöðum á landinu. Hvernig getum við tengt það sem er að gerast alla daga í okkar bakgörðum við námsefni eða innihald þess?
Við fæðumst forvitin og höfum rannsakandi hugarfar sem hægt og rólega dalar. Að leita svara við hvernig heimurinn virkar og af hverju. Eftir því sem við þroskumst fáum við svör við mörgum spurningum og þörfin til að spyrja spurninga minnkar.
Í skóla og í lífinu öllu, þá á hvaða aldursstigi sem er, erum við að læra. Læra reglur, boð og bönn. Náttúrufræðin sem fag heldur í forvitnina, viðheldur löngun til að rannsaka, kanna, skoða og velta vöngum. Hún er partur af þeim krafti sem drífur okkur áfram og er því hornsteinninn í þeirri framþróun sem á sér stað á öllum vígstöðum í samfélagi okkar.
Sökum þessa er mikilvægt að benda á að samhliða því að allir eru íslenskukennarar þá erum við sannarlega líka náttúrufræðikennarar. Allir sem koma að uppeldi og menntun barna hafa tækifæri til að efla hugsun og forvitni þeirra, auka víðsýni og þekkingu. Þess vegna er mikilvægt að viðhalda eigin þekkingarsköpun og forvitni.
Í apríl 2023 slógum við til og sóttum ráðstefnu um menntun í náttúruvísindum á Selfossi, hún byrjaði rétt eftir hádegi þannig að það var auðvelt fyrir okkur Suðurnesjafólkið að kenna til hádegis og renna á Selfoss. Einn af tveimur opnunarfyrirlesurum átti að vera David Featonby með What happens next en hann forfallaðis og eins og okkur kennurum er einum lagið, greip Ásdís Ingólfsdóttir efnafræðikennari í Kvennó  boltann og kynnti fyrir okkur Science ogn Stage. Hún hreyf okkur með kveikjum og hugleiðingum um smærri tilraunir sem hafa það aðalmarkmið að efla samtal og gagnrýna hugsun nemenda. Annað opnunarerindi hélt svo Meyvant Þórólfsson um sögu og feril náttúruvísindakennslu.
Í mörg ár hefur fjöldi skóla tekið þátt í Grænfánaverkefnum og við þekkjum mörg þegar leikskólabarn kemur heim með paprikufræ í skyrdós, nemandi á yngsta stigi fór í vettvangsferð með kennara sínum og tíndi upp lauf, strá og prik sem hann breytti í myndverk. Nemandi á miðstigi lærir um líkamann og líffærin og nemandi á elsta stigi lærir sitt hvað af hverju sem eins konar inngang inn í heim náttúruvísinda, gagnrýna hugsun og sköpun. Í framhaldsskóla stígur nemandi sín fyrstu skref í vali á vísindum, sum velja raungreinabraut en önnur velja hugvísindi eða viðskiptafræði en þurfa þó að velja einhvern raunvísindaáfanga.
Ráðstefnur eru kennurum mikilvægur vettvangur og þannig viðburðir ýta undir faglega vinnu. Okkar sýn er sú að sé lífið krufið til mergjar má ávallt tengja það við náttúruvísindi á einn eða annan hátt. Náttúruvísindi eru stór og víðfermur flokkur og möguleikar til tengingar við annað námsefni óendanlegir. Margir eru að vinna frábær verkefni og vettvangur, líkt og ráðstefna um menntun í náttúruvísindum, getur aukið samtal okkar og tengingar til að létta okkur nálgun á þessum málaflokki. 
Núna 28.-29.mars býðst okkur enn og aftur að sameina krafta okkar og pælinga í  rúman sólarhring í Sandgerði. Við byrjum á föstudag með opnunarerindi frá Per-Arild, stofnanda og framkvæmdastjóra FIRST -Scandinavia, sum ykkar munu kynnast honum á erindi sínu hjá Íslenskri Erfðagreiningu 27. mars, nk. En vonandi munu þið og fleiri líka hlýða á hann aftur, en hann verður með opnunarerindið á Ráðstefnu um menntun í náttúruvísindum. Hann mun fjalla um áhrifaríkar leiðir til að efla STEM, en aukin áhersla á STEM-menntun er nauðsynleg til að undirbúa nemendur fyrir framtíðaráskoranir og styrkja stöðu þeirra í síbreytilegum tæknisamfélögum. Í Noregi hafa verið innleiddar nýjar aðferðir til að efla áhuga og virkni nemenda í vísinda- og tæknigreinum, þar á meðal Newton Concept og First Lego League, sem hafa gefið frábæran árangur í norsku menntakerfi og víðar.
Eftir kaffi og kleinur og jafnvel te eða kakó munum við svo skipta okkur á milli þriggja málstofa. Það var góður hópur sem sóttist eftir að koma og segja frá sinni vinnu og verkefnum og vonum við að allir getir fundið eitthvað við sitt hæfi.
Við erum nefnilega fleiri sem kennum náttúruvísindi en náttúruvísindakennarar á elsta stigi, framhaldsskóla eða jafnvel í háskóla. Kennarar á leikskóla, yngra stigi grunnskóla eða á miðstigi eru mikilvægur hlekkur í kveikja á fróðleiksfýsn nemenda og tengja spurningar og vangaveltur við gangvirkni alheimsins.
Ráðstefnur eru vettvangur sem opnar á samræður okkar á milli og býr til umræðuvettvang þar sem möguleiki er að skiptast á hugmyndum og skoðunum og slíkt ómetanlegt. Sér í lagi á svæði þar sem ýmiss jarðfræðileg ummerki eru sýnileg eftir seinustu ár, það er kraftur á Suðurnesjum sem við bjóðum ykkur velkomin til að upplifa á eigin skinni.
Á laugardag mun Douglas Larkin hlaða erindi um ígrundað svar við spurningu sem varpað er fram á ýmsum sviðum vísindakennslu: Hversu mikla athygli er lögð á jöfnuð í náttúrufræðikennslu? Svarið við þessari spurningu byggir á breiðum bakgrunni kennslureynslu og rannsókna og lítur út fyrir vísindi sem eingöngu hlutlægt safn staðreynda og lítur á vísindi í staðinn sem mannlega starfsemi sem er djúpt mótuð af menningu, valdi og trú. Þessir mannlegu þættir hafa áhrif á vísindalegan skilning og leiða einnig til misræmis í árangri nemenda sem tengist kynþætti, stétt og kyni og öðrum víddum mannlegs fjölbreytileika.
Ráðstefnuna klárum við svo með vettvangferð, þar sem Ólafur Jón Arnbjörnsson mun leiða okkur um undur og jarðsögu Reykjaneshryggs.
Skráning og dagskrá fer fram Ráðstefna um menntun í náttúruvísindumog líkur á miðvikudag 26.mars 2025
Komdu og vertu með okkur í að skapa framtíðina í menntun í náttúruvísindum.
Hildur Sigfúsdóttir og Brynja Stefánsdóttir náttúruvísindakennarar í Reykjanesbæ.
VF Krossmói
VF Krossmói