Landhelgisgæslan
Landhelgisgæslan

Mannlíf

Ætlar að slaka sér með fjölskyldunni um páskana og fá RÍS páskaegg
Fimmtudagur 17. apríl 2025 kl. 06:00

Ætlar að slaka sér með fjölskyldunni um páskana og fá RÍS páskaegg

Ingibergur Þór Jónasson er Grindvíkingur, frábær ljósmyndari og hefur verið vakinn og sofinn yfir körfuknattleiksdeild UMFG sem formaður undanfarin ár. Hann er mikil fjallageit, veit fátt betra en að ferðast um hálendi Íslands með myndavélina en annars ætlar hann bara að slaka sér með fjölskyldunni um páskana. Hann sér fyrir sér að henda einhverju góðu á grillið um páskana og vill fá RÍS páskaegg!
Hvað ætlar þú að gera um páskana? 

Það sem ég hef planað er ferð upp í Kerlingarfjöll svona rétt áður en snjórinn fer allur, svo bara vera heima með fjölskyldunni. Kannski hittir maður systkinin og við hendum í spilakvöld (hint Sigga systir).

Bílakjarninn
Bílakjarninn
Gefur þú mörg páskaegg? 

Ætli ég gefi ekki þrjú pàskaegg.

Hvernig páskaegg langar þig í? 

Rís egg, þau er best.

Ætlar þú að ferðast innanlands eða erlendis í sumar? 

Mig langar erlendis í enda sumar en annars vona ég að ég verði eitthvað heima í Grindavík í sumar og svo uppi à hálendi.

Hvernig hefur veturinn verið hjá þér? 

Hann hefur bara verið strembinn en karfan og myndavélin heldur í manni lífinu.

Hvernig sumri spáir þú á Íslandi? 

Það verður gott sumar, hvort sem það verður rok og rigning, bjart eða sól. 

Við hvað fæst þú helst á sumrin? 

Hef eitt flestum sumrum á Flúðum þar sem við vorum með hjólhýsi og uppi á hàlendi en það er útlit fyrir að Flúðir verði að bíða næstu árin. Annars bara vinna og setja saman lið fyrir körfuna.

Hvað er það besta við íslenskt sumar? 

Lengri dagar og allur grillmaturinn maður!

Ef þú fengir bara að hringja eitt símtal í dag, hver fengi það símtal og hvers vegna? 

Ég myndi pottþétt hringja group call á mömmu og pabba vegna þess að það er orðið ansi langt síðan ég átti spjall við þau.

Ertu liðtæk/ur í eldhúsinu? 

Já já, maður getur samt alltaf gert betur ekki satt?

Hvað finnst þér virkilega gott að borða? 

Naut og bernaise, eða fisk og hamsatólg.. það er í algjöru uppáhaldi.

Hvað er í páskamatinn? 

Ég hef ekki hugmynd en mögulega set ég bara eitthvað gott à grillið.

Hvað var bakað síðast á þínu heimili? 

Hrökkbrauð sem var hrikalega gott.

Ef þú fengir 2000 krónur. Hvað myndir þú kaupa í matinn? 

Egg og bacon.

Hvað hefur gott gerst hjá þér nýverið? 

Ég á erfitt með að nefna eitthvað þar sem lífið er helvíti erfitt þessa dagana.

Hvað hefur vont gerst? 

Óneitanlega að missa samfélagið okkar í Grindavík.

Hér er svo ein á léttum nótum:
Hvaða spurningu hefðir þú viljað fá að svara í þessu viðtali? 

Hver er spurningin og svarið við henni? Hverjir eru bestir ? Nú Grindavík, allt annað er haugalygi.