Míla leggur ljósleiðara í þéttbýli Suðurnesjabæjar
Míla mun í samstarfi við Suðurnesjabæ leggja ljósleiðara í þéttbýlum Suðurnesjabæjar á árinu 2025. Um er að ræða framkvæmdir í Sandgerði og Garði. Framkvæmdaáformin eru auglýst á heimasíðu Mílu.
Framkvæmdin er styrkt með átaki stjórnvalda um að klára ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Suðurnesjabær var eitt þeirra sveitarfélaga sem fékk styrk til framkvæmda. Áformað er að framkvæmdir hefjist í bæjarkjörnunum næsta vor en nánari upplýsingar um tímasetningar veitir Míla. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á vef Suðurnesjabæjar.