Mikilvægt að auka neysluvatnsöryggi
Ferskvatnsmöguleikar og vatnsból í Grindavík voru til umræðu á síðasta fundi bæjarstjórnar Grindavíkur. Á fundinum var minnisblað ISOR um borun neysluvatsnholu fyrir Grindavíkurbæ frá því í desember síðastliðnum lagt fram.
Innviðanefnd telur mikilvægt að ráðist verði í verkefnið sem fyrst í samstarfi við Grindavíkurnefnd, til að auka neysluvatnsöryggi. Nefndin vísaði málinu til bæjarstjórnar. Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram í samstarfi við Grindavíkurnefndina.