Samkaup
Samkaup

Fréttir

Brennur í Garði og Vogum um áramótin
Þriðjudagur 31. desember 2024 kl. 06:30

Brennur í Garði og Vogum um áramótin

Áramótabrenna og flugeldasýning í boði Suðurnesjabæjar verður haldin á gamla malarvellinum við Sandgerðisveg á gamlárskvöld ef veður leyfir. Brennan hefst kl. 20:00 og flugeldasýningin kl. 20:15.

Björgunarsveitin Ægir sér ávallt um áramótabrennur í Garði, sem nú eru haldnar annað hvert ár í Garðinum eftir sameiningu sveitarfélagana Garðs og Sandgerðis í Suðurnesjabæ. Hleðsla áramótabrennu hefst á milli jóla og nýárs. Stranglega bannað er að setja efni á brennuna án leyfis.

Í Sveitarfélaginu Vogum verður einnig haldin áramótabrenna. Brennan verður inn á Vatnsleysuströnd, á túninu fyrir neðan Skipholt. Gott aðgengi er að brennunni á bíl og hægt er að leggja bílum t.d. við skemmuna neðan við Skipholt. Brennan hefst kl. 20:30 þann 31. desember.