Sjálfstæðisflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttir

Byggingaréttur á allt að 485 íbúðum í Reykjanesbæ til sölu
Mánudagur 3. október 2016 kl. 13:26

Byggingaréttur á allt að 485 íbúðum í Reykjanesbæ til sölu

- Opið söluferli á Miðlandi ehf. í Reykjanesbæ

Hömlur ehf. auglýsa í dag til sölu allt útgefið hlutafé í Miðlandi ehf. Miðland er fjárfestinga- og fasteignafélag sem stofnað var árið 1979 og hefur fjárfest í landi á Neðra-Nikel svæðinu í Reykjanesbæ. Eign félagsins er tvíþætt, annars vegar eignarland sem samtals er um 34 hektarar og er skipulagt undir byggingu á allt að 485 íbúðum ásamt atvinnuhúsnæði (1,4 hektarar) og hins vegar samningur við Reykjanesbæ um að Miðland annist gatnagerð á svæðinu og hljóti tekjur af, segir í auglýsingu frá Hömlum sem er dótturfélag Landsbankans. Auglýsingin birtist á vef Landsbankans.

Deiliskipulag fyrir hluta byggingarlandsins er þegar samþykkt og gerir ráð fyrir byggingu á samtals 300 íbúðum. Gatna- og holræsagerð hefur verið unnin að hluta til á svæðinu og hægt er að hefja framkvæmdir á hluta lóðanna nú þegar. Samkvæmt gildandi Aðalskipulagi Reykjanesbæjar er gert ráð fyrir byggingu allt að 185 íbúða til viðbótar.

Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna í eigu bankans, segir á vef bankans. Áhugasamir fjárfestar geta haft samband við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem er umsjónaraðili söluferlisins. Söluferlið er öllum opið sem uppfylla hæfismat og geta sýnt fram á fjárfestingargetu að fjárhæð 300 milljónir króna.

Viðreisn
Viðreisn