Fréttir

Staða veitukerfa óbreytt
HS Veitur með höfuðstöðvar sínar í forgrunni eldgossins á Sundhnúkagígaröðinni. VF/Hilmar Bragi
Föstudagur 22. nóvember 2024 kl. 14:40

Staða veitukerfa óbreytt

Staða veitukerfa hjá HS Veitum á Suðurnesjum um hádegisbil þann 22. nóvember er þannig að eldgosið hefur enn sem komið er ekki haft áhrif á afhendingu á heitu vatni, köldu vatni eða rafmagni þrátt fyrir að hraunflæði hafi ógnað innviðum sem færa viðskiptavinum fyrirtækisins á Suðurnesjum heitt vatn og rafmagn. 

Njarðvíkuræð undir nýju hrauni

Áfram er vel fylgst með stöðu Njarðvíkuræðar og allar mælingar benda til þess að hraunflæði hafi enn sem komið er ekki haft áhrif og afhendingargetan því óskert. Standa vonir til að svo verði áfram, þó líkt og áður hefur komið fram sé ekki á vísan að róa í þeim efnum. Fyrirtækið minnir á ábendingar sínar ef íbúar vilja undirbúa sig undir mögulegt þjónusturof vegna þessa. 

SSS
SSS

Áframhaldandi upplýsingagjöf

„Neyðarstjórn HS Veitna heldur áfram að fylgjast náið með stöðu mála og munum við halda okkar viðskiptavinum upplýstum. Verður þessi frétt uppfærð ef breytingar verða á stöðu veitukerfa vegna eldgossins,“ segir í tilkynningu frá HS Veitum.