Fréttir

Enn gýs og hraunið að Bláa lóninu
Svona var útsýnið yfir Reykjanesbæ seint í gærkvöldi. VF/Hilmar Bragi
Föstudagur 22. nóvember 2024 kl. 10:19

Enn gýs og hraunið að Bláa lóninu

Eldgosið sem hófst kl. 23:14 þann 20. nóvember, heldur áfram. Stöðug virkni var í gosinu í nótt og gýs nú á þremur stöðum. Hraunrennslið er aðallega í vestur framhjá Bláa Lóninu, totur farnar að myndast frá henni sem stefna til norðurs.

Nyrstu hrauntungurnar hreyfast hægt, en hafa dreift úr sér norðan Stóra Skógfells og skríða ofan á og meðfram hrauninu frá í ágúst.

Nyrðri hrauntungan rennur ekki í átt að neinum innviðum. Í dag er spáð norðaustan átt og mun gas því líklegast berast yfir Grindavík og út á haf, segir í tilkynningu frá Veðurstofunni.

Viðreisn
Viðreisn