Framsóknarflokkurinn
Framsóknarflokkurinn

Fréttir

Virknin svipuð síðan í morgun
Fimmtudagur 21. nóvember 2024 kl. 16:41

Virknin svipuð síðan í morgun

Virkni í eldgosinu milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells virðist vera nokkuð svipuð síðan í morgun. Jarðskjálftavirkni og aflögun á gosstöðvunum er mjög lítil. Þetta kemur fram í tilkynningu Veðurstofu Íslands.

Fyrstu mælingar benda til þess að rúmmál kviku sem streymdi frá Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina sé tæplega helmingur af því rúmmáli sem flæddi frá Svartsengi í eldgosinu þann 22. ágúst. Nánari niðurstöður fást á næstu dögum.

SSS
SSS

Hrauntungan sem rann yfir Grindavíkurveg og heitavatnslögnina vestan hans hefur haldið áfram að renna til vesturs. Um hádegi náði hraunið inn á bílastæði við Bláa lónið og er enn á hreyfingu. Framrásarhraði hraunsins var metinn rúmlega 100m á klukkustund á milli kl. 12:09 og 13:35.

Þessi hraunbreiða hefur nú náð lengra til vesturs en hraunbreiður úr fyrri eldgosum. Meðfylgjandi myndir eru teknar úr vefmyndavél Veðurstofunnar sem staðsett er uppi á Þorbirni. Fyrra myndskeiðið er tekið milli 12:30 og 12:50  í dag og seinna frá kl. 13:40 - 14:30. Þau sýna framrás hraunsins á þeim tíma.

Gif_Hadegi21112024
Gif_Eftirhadegi21112024