Sjálfstæðisflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttir

Ingvar ráðinn slökkvistjóri Fjarðabyggðar
Fimmtudagur 21. nóvember 2024 kl. 14:50

Ingvar ráðinn slökkvistjóri Fjarðabyggðar

Keflvíkingurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjarðabyggðar. Fjórir einstaklingar sóttu um stöðuna. Ingvar mun formlega hefja störf þann 1. febrúar næstkomandi.

Ingvar Georg hefur mikla og langa reynslu bæði sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og lengst af verið staðsettur á Suðurnesjum, starfað bæði hjá Slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli sem og hjá Brunavörnum Suðurnesja. Þá hefur Ingvar reynslu af störfum fyrir Landssamband slökkviliðsmanna og hann, ásamt félaga sínum, kom á fót eina slökkviliðsminjasafni landsins sem var rekið um tíu ára skeið í Njarðvík.

SSS
SSS