Sjálfstæðisflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttir

Opinn fundur um málefni Grindvíkinga með frambjóðendum
Föstudagur 22. nóvember 2024 kl. 11:12

Opinn fundur um málefni Grindvíkinga með frambjóðendum

Fundurinn átti að vera í Grindavík, var færður í Garð eftir tilmæli lögreglustjóra

Íbúar Grindavíkur bjóða oddvitum í Suðurkjördæmi ásamt formönnum flokkana til íbúafundar í Gjánni í Grindavík, laugardaginn 23. nóvember 2024 kl. 11:00 til að eiga opið samtal við íbúa og fyrirtækjaeigendur til að kynna stefnu sína í málefnum Grindavíkur og Grindvíkinga. Einnig verður tækifæri fyrir þau til að hlusta á þarfir íbúa og fyrirtækjaeigenda.
Eftirfarandi hafa staðfest komu sína;
• Guðbrandur Einarsson frá Viðreisn,
• Ásta Lóa Þórsdóttir og Inga Sæland frá Flokki fólksins,
• Víðir Reynisson frá Samfylkingunni,
• Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokknum,
• Hólmfríður Árnadottir og Orri Páll Jóhannsson frá Vinstri grænum,
• Arnar Jónsson frá Lýðræðisflokknum,
• Jóhann Friðrik Friðriksson frá Framsóknarflokknum,
• Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Mummi Týr og Gísli Rafn Ólafsson frá Pírötum,
• Karl Gauti Hjaltason og Heiðrún Brá Ólafsdóttir frá Miðflokknum,
• Unnur Rán Reynisdóttir frá Sósílistaflokknum.
Stefnt er að því að streyma fundinum og verða nánari upplýsingar sendar út þegar nær dregur.
Við hvetjum Grindvíkinga til þess að fjölmenna.
Búið var að auglýsa fundinn í Gerðaskóla í Garði vegna eldsumbrota. Nú hefur verið ákveðið að fundurinn verður í Grindavík. Þá er minnt á að sundlaugin opnar kl. 10 fyrir þau sem vilja skella sér í laugina fyrir fund.
SSS
SSS