Eldur í rafsígarettu í farþegaþotu
Um kl. 19:40 í kvöld barst tilkynning um eld um borð í Airbus flugvél Wizz air með 147 manns um borð.
Vélinni sem var á leið frá Keflavíkurflugvelli var snúið við og neyðarstig var boðað og aðgerðarstjórn kom strax saman í stjórnstöð.
Vélin lenti heilu og höldnu kl. 19:49 á Keflavíkurflugvelli.
Lögregla og fulltrúar frá Rannsóknarnefnd flugslysa komu strax á vettvang.
Svo virðist sem kviknað hafi í rafsígarettu um borð í vélinni og hún hafi verið sett án þess að láta vita í salernið.
Rauði Krossinn sendi áfallateymi á vettvang og farþegar eru nú komnir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Rannsókn er hafin á tildrögum atviksins.