Flugeldar kveiktu eld í Vogum
Betur fór en á horfðist þegar eldur braust út í gömlu frystihúsi við Hafnargötu í Vogum seint í gærkvöldi. Eldurinn er rakinn til fikts með flugelda inni í húsinu.
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja sendi bæði dælubíl og körfubíl á vettvang, auk sjúkrabíls og bakvaktarbíl. Þá var lögreglan með fjölmennt lið á fjórum bílum á staðnum.
Þegar slökkviliðið mætti á staðinn var talsverður eldur í einu rými í húsinu. Hann var fljótlega slökktur.
Slökkviliðið hvetur fólk til að fara varlega með flugelda nú um áramót því líkill neisti getur valdið miklu báli.
Myndirnar voru teknar á vettvangi brunans í gærkvöldi.