Max 1
Max 1

Fréttir

Grindavíkurnefndin vill strax ráðast í viðgerðir á götum til að hægt verði að opna bæinn
Þessi sprunga er nálægt Þrumunni eða Kvennó eins og húsið er þekktara í huga eldri Grindvíkinga.
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 11. júlí 2024 kl. 16:11

Grindavíkurnefndin vill strax ráðast í viðgerðir á götum til að hægt verði að opna bæinn

„Þetta eru aðallega viðgerðir á götum og stígum en lagnir verða skoðaðar í leiðinni. Þetta eru nauðsynlegar aðgerðir svo allar flóttaleiðir út úr bænum séu greiðar,“ segir Árni Þór Sigurðsson, formaður Grindavíkurnefndarinnar en nefndin tók til starfa 1. júní og hefur haft í nægu að snúast.

Grindavíkurnefndin hefur kynnt stjórnvöldum tillögur sínar að viðgerðum og er búist við að framkvæmdir hefjist fljótlega.

Jón Gunnar Margeirsson, annar eigenda Jón & Margeir sem er m.a. flutningafyrirtæki en hefur líka komið að viðgerðum í bænum, segir að það sé ekki eftir neinu að bíða.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

„Viðgerðir í bænum hefðu átt að vera byrjaðar fyrir löngu síðan og það er ekki eftir neinu að bíða. Á fundi okkar nokkurra Grindvíkinga með forsætis- og dómsmálaráðaherra um daginn, kom fram að nauðsynlegt sé að laga götur í Grindavík svo flóttaleiðir séu öruggar ef til rýmingar kemur. Það eru grunsemdir um holrými á nokkrum stöðum í Grindavík, m.a. neðarlega á Víkurbrautinni við Þrumuna eða Kvennó eins og flestir eflaust þekkja húsið. Vonandi verður ráðist í þessar viðgerðir á næstu dögum og í mínum draumum og okkar Grindvíkinganna sem erum flutt og viljum hefja uppbyggingu bæjarins sem fyrst, munu lokunarpóstar verða aflagðir um næstu mánaðarmót og bærinn opnaður. Um leið og framkvæmdir hefjast og veitingastaðir opna, mun bærinn iða af lífi. Ég hef fulla trú á skólahald muni hefjast haustið ´25 í síðasta lagi og Grindavík muni ná vopnum sínum á ný. Ég er mjög bjartsýnn á framtíð Grindavíkur,“ sagði Jón Gunnar.

Jón Gunnar með föður sínum og meðeiganda, Margeiri Jónssyni.

Starfsmenn Jóns & Margeirs hafa haft í nægu að snúast síðan jarðhræringarnar áttu sér stað í Grindavík.
Árni Þór Sigurðsson, fremstur á þessari mynd sem tekin var í byrjun júní eftir að Grindavíkurnefndin tók til starfa.