HS Orka
HS Orka

Fréttir

Næsta eldgos gæti orðið nálægt kosningadegi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 29. október 2024 kl. 16:27

Næsta eldgos gæti orðið nálægt kosningadegi

Út frá nýju mati á kvikusöfnuninni má reikna með að líkur fari að aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í lok nóvember. Jarðskjálftavirkni er enn mjög lítil í kringum Sundhnúksgígaröðina og hættumat er óbreytt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Landris og kvikusöfnun í Svartsengi heldur áfram og hefur verið á stöðugum hraða síðustu vikur. Jarðskjálftavirkni í kringum Sundhnúksgígaröðina er áfram mjög lítil en síðustu vikur hafa eingöngu mælst nokkrir smáskjálftar á dag.

Veðurstofan hefur undanfarið lagt mat á hversu mikið magn af kviku þarf að bætast við undir Svartsengi til að koma af stað næsta atburði. Matið hefur verið uppfært frá því í síðustu viku, út frá nýjum líkanreikningum sem byggðir eru á GPS-mælingum og gervitunglagögnum. Út frá þessu nýja mati á kvikusöfnuninni má reikna með að líkur fari að aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í lok nóvember. Kosið verður til Alþingis laugardaginn 30. nóvember.

Bílakjarninn
Bílakjarninn