Stóru Vogaskóli
Stóru Vogaskóli

Fréttir

Guðný Birna í framboði til ritara Samfylkingarinnar
Þriðjudagur 8. apríl 2025 kl. 11:48

Guðný Birna í framboði til ritara Samfylkingarinnar

Guðný Birna Guðmundsdóttir býður sig fram sem ritara í stjórn Samfylkingar á komandi landsfundi sem haldinn verður um næstu helgi.

„Ég tel mikilvægt að fulltrúi frá landsbyggðinni sé hluti af stjórn Samfylkingar, sér í lagi þar sem mikilvæg barátta er fram undan um sveitastjórnarkosningar. Þetta er stóra verkefnið okkar fram undan en auk þess þurfum við að halda sterkri forystu og stækka flokkinn okkar með fólki sem trúir á okkar góðu verk,“ segir hún í tilkynningu um framboðið.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Guðný Birna er 43 ára og hefur verið bæjarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í Reykjanesbæ síðan 2014 og oddviti síðan í byrjun árs 2024 þar sem hún er nú forseti bæjarstjórnar.
Guðný Birna hefur sinnt ýmsum störfum fyrir Samfylkinguna gegnum tíðina. Hún var ein af fulltrúum í Öruggum skrefum í heilbrigðis- og öldrunarmálum. „Í þeirri góðu vinnu hittum við fólk um allt land á opnum fundum og útbjuggum út frá því eitt af plönunum okkar sem horft er til af ríkisstjórninni okkar. Ég var varaformaður stjórnar Samfylkingar í Reykjanesbæ frá 2015-2022 og hef verið í sveitastjórnarráði Samfylkingar frá 2022.
Ég er stolt af því að tilheyra þessu öfluga hóp jafnaðarmanna um land allt. Ég vil af öllu hjarta að okkur vegni vel í því mikilvæga verki sem við stöndum frammi fyrir; að leiða stjórn Íslands, borgarinnar og fullt af frábærum sveitarfélögum um land allt. Nú er tækifærið okkar að verða enn stærri og öflugri og ég væri mjög þakklát fyrir stuðning ykkar í embætti ritara,“ segir Guðný Birna Guðmundsdóttir í tilkynningunni um framboð til ritara Samfylkingarinnar.