Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Fréttir

Hjálmar kominn í leyfi frá lögreglustörfum
Hjálmar Hallgrímsson er kominn í leyfi frá störfum innan lögreglunnar.
Fimmtudagur 1. febrúar 2024 kl. 17:20

Hjálmar kominn í leyfi frá lögreglustörfum

Hjálmar Hallgrímsson, varðstjóri, er kominn í leyfi frá lögreglunni á Suðurnesjum. Þetta staðfestir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Úlfar segir Hjálmar hafa verið í leyfi í nokkrun tíma.

Hjálmar er orðinn landsmönnum kunnur af fjölmörgum viðtölum í tengslum við náttúruhamfarir og eldgos á síðustu misserum. Hjálmar er jafnframt formaður bæjarráðs Grindavíkurbæjar og situr í bæjarstjórn. Hann er því ýmist með hatt lögreglunnar eða bæjaryfirvalda þegar hann hefur tjáð sig um málefni af vettvangi Grindavíkur.

Hjálmar er einn þriggja bæjarfulltrúa í Grindavík sem bókuðu á bæjarstjórnarfundi í gær þar sem skorað er á Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórann á Suðurnesjum og Ríkislögreglustjóra að endurskoða afstöðu sína varðandi gildandi skipulag og opna sem fyrst fyrir umferð um allar leiðir til og frá Grindavík, fyrir íbúa og atvinnulíf. Þá verður aftur að taka upp opnanir sem gilda frá kl. 10:00 til 17:00 eða 19:00. Auk Hjálmars skrifuðu þau Gunnar Már Gunnarsson og Helga Dís Jakobsdóttir undir þessa bókun.

Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagðist í skriflegu svari til Víkurfrétta ekki ætla að tjá sig um gagnrýni formanns bæjarráðs á skipulag aðgerða í Grindavík.