HS Orka
HS Orka

Fréttir

Hjáveitulögn farin í sundur og ekkert heitt vatn næstu daga
Laugardagur 10. febrúar 2024 kl. 00:27

Hjáveitulögn farin í sundur og ekkert heitt vatn næstu daga

Hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni um kl. 22:30 í kvöld og ber hún því ekki heitt vatn lengur til Reykjanesbæjar.

Væntanlega laskaðist lögnin við hraunrennslið í gærmorgun og seint í kvöld, þegar aukið var við vatnsdælingu, virðist hún hafa brostið endanlega. Þetta kemur frá í tilkynningu frá HS Orku.

Staðsetningin er undir miðju hrauni, á þeim kafla þar sem það er þykkast, og því útilokað að ráðast í viðgerðir þar.

Þegar er hafinn undirbúningur að lagningu nýrrar lagnar í nánu samstarfi við almannavarnir en ljóst er að sú framkvæmd mun taka einhverja daga. Ekki er hægt að áætla nákvæmari tímasetningar á þessari stundu.

Brýnt er að fylgja leiðbeiningu almannavarna og HS Veitna varðandi viðbrögð í þessum erfiðu og krefjandi aðstæðum.
Tilkynning Almannavarna:

Seint í kvöld eða um kl. 22:30 kom í ljós að hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni fór í sundur undir miðju hrauni þar með er ljóst að lögning ber ekki heitt vatn lengur til Reykjanesbæjar. Væntanlega laskaðist lögnin við hraunrennslið í gærmorgun og seint í kvöld, þegar aukið var við vatnsdælingu, virðist hún hafa brostið endanlega. Staðsetningin er undir miðju hrauni, á þeim kafla þar sem það er þykkast, og því útilokað að ráðast í viðgerðir þar.

Þegar er hafinn undirbúningur að lagningu nýrrar lagnar en ljóst er að sú framkvæmd mun taka einhverja daga. Ekki er hægt að áætla nákvæmari tímasetningar á þessari stundu.

Afleiðingar af eldgosinu sem hófst um sexleytið í gærmorgun er að sýna sig að verða verulegar og mun hafa mjög mikil áhrif á daglegt líf íbúa á Reykjanesi næstu dagana. Því er óhætt að segja að næsta vika mun taka á samtakamátt og samheldni íbúa.

Það er ljóst að næstu dagar og nætur geta því orðið kaldar í húsum á Suðurnesjum. Mörg eru búin að tryggja sér rafmagnshitara og er það ítrekað að minna fólk á að nota þau raftæki sparlega, eða eftir þörfum og taki þar með tillit til annarra. Í kvöld kom það vel í ljós hvaða áhrif álagspunktar á kerfið geta haft þegar rafmagn fór af stórum hluta svæðisins. Áður hefur komið fram að rafdreifikerfi HS Veitna er ekki hannað til húskyndingar  og því þolir kerfið ekki mikla álagspunkta. Það er ekki hægt að segja það nægilega oft hve mikilvægt það er fyrir rafkerfið á Suðurnesjum að fara sparlega með rafmagnið. Það mun skipta sköpum fyrir næstu daga.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Áfram vilja Almannavarnir hvetja öll til þess að huga að nágrönnum sínum, það er ekki víst að öll hafi haft tækifæri til að verða sér úti um hitara eða skilji þær leiðbeiningar sem sendar hafa verið út í dag um takmörkun á notkun þeirra.   

  • Einhver orðið sér út um gashitara og minnum við á mikilvægi þess að hafa opna glugga þegar gas er notað. Þá er ekki síður mikilvægt að slökkva á öllu gasi áður en fólk fer að sofa og setja gaskútinn út fyrir dyr. Aldrei á að nota gas í lokuðu rými innanhúss og yfir nótt, mikilvægt er að lofta um rými þar sem gas er í notkun. 
  • Til að halda rafmagni á húsum er mikilvægt að allir hámarki rafkyndingu við 2,5 kW á hverja íbúð, fari sparlega með rafmagn, slökkva á rafmagnsofnum á meðan önnur orkufrek raftæki eru notuð og hlaði ekki rafbíla heima fyrir heldur noti hverfahleðslur og hraðhleðslur sem í boði eru á svæðinu.

Frekari upplýsingar um framhaldið og stöðu mála verða sendar til íbúa á morgun. 

Spurt og svarað vegna heitavatnsleysis;
https://www.almannavarnir.is/frettir/spurt-og-svarad-vegna-heitavatnsleysis-a-sudurnesjum/

Ráðleggingar Félags pípulagningarmanna og Samtaka rafverktaka:
https://www.almannavarnir.is/skerding-a-hitaveitu/