Til leigu (Skólamatur)
Til leigu (Skólamatur)

Fréttir

Höfnuðu burstabæ en samþykktu hótel
Frá Garðskaga.
Föstudagur 8. janúar 2016 kl. 10:51

Höfnuðu burstabæ en samþykktu hótel

Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Garðs hefur hafnað erindi frá eiganda Skagabrautar 86 í Garði þar sem óskað er eftir að fá að byggja burstabæ og koma upp veitingaaðstöðu. Byggingaáformin eru kölluð Valhöll á Hólavöllum.

Erindinu er hafnað enda samræmist umsóknin ekki gildandi aðalskipulagi og skilmálum þess, segir í afgreiðslu nefndarinnar.

Á sama fundi var hins vegar samþykkt að úthluta lóð á Garðskaga undir hótel. Lóðir undir hótel og ferðaþjónustu voru nýverið skipulagðar á Garðskaga. Það er fyrirtækið GSE ehf. sem sækir um lóðina sem er merkt „A“ í deiliskipulagði Útgarðs. Lóðinni verður úthlutað að uppfylltum þeim skilmálum sem settir verða um uppbyggingu lóðanna.