Landhelgisgæslan
Landhelgisgæslan

Fréttir

Tjón á flotbryggjum og nauðsynlegt að styrkja varnargarð
Frá Sandgerðishöfn í óveðrinu í byrjun marsmánaðar. VF/Hilmar Bragi
Þriðjudagur 8. apríl 2025 kl. 12:29

Tjón á flotbryggjum og nauðsynlegt að styrkja varnargarð

Hafnarráð Suðurnesjabæjar lýsir miklum áhyggjum vegna ástands syðri grjótvarnagarðs við Sandgerðishöfn og hve lengi hefur dregist að ráðast í þær framkvæmdir sem nauðsynlega þarf að ráðast í til að styrkja garðinn.

„Hafnarráð kallar eftir því við Vegagerðina að unnið verði að framkvæmdinni hið allra fyrsta, enda telur hafnarráð að ekki megi bíða öllu lengur eftir framkvæmdum m.a. til að koma i veg fyrir frekara tjón á mannvirkinu,“ segir í afgreiðslu síðasta fundar hafnarráðs.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Á fundinum var farið yfir starfsemi hafnarinnar undanfarnar vikur. Í óveðri í byrjun mars sl. varð nokkurt tjón á flotbryggjum og öðru í höfninni. Unnið hefur verið að lagfæringum. Ekki liggur fyrir hvenær Vegagerðin mun ráðast í framkvæmdir við styrkingu syðri grjótvarnagarðs, en það verkefni er mjög aðkallandi.