SSS
SSS

Fréttir

Íbúar verði upplýstir um sorphirðuáætlun og ef sorphirða breytist
Miðvikudagur 13. september 2023 kl. 10:31

Íbúar verði upplýstir um sorphirðuáætlun og ef sorphirða breytist

Bæjarstjórn Grindavíkur hefur séð ástæðu til að leggja fram bókun í kjölfar breytinga á sorphirðu hjá Kölku. Bæjarstjórnin segir að þó nokkuð hefur borið á kvörtunum íbúa í kjölfar breytinga í fjögurra flokka kerfi. Nýjar tunnur voru afhentar íbúum í Grindavík um mánaðarmótin maí/júní og hefur tíðni sorphirðu verið óljós.

Í bókun sem bæjarstjórn Grindavíkur undirritar segir:

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Það er mjög hvimleitt að biðla til fólks að taka upp nýtt verklag og innleiða breytingar þegar innviðir eða skipulag er ekki reiðubúið. Við höfum skilning á því að eitthvað aðlögunarferli þurfi sem hafi áhrif á sorphirðuna og skipulagið en það er ákjósanlegra að íbúar hafi hugmynd varðandi áætlun sorphirðunnar. Best væri að áætlunin myndi birtast á heimasíðunni sem fyrst, þó hún þyrfti að taka breytingum sem væri hægt að kynna fyrir íbúum jafnóðum. Við óskum eftir því að Kalka birti aðgengilega sorphirðuáætlun sem allra fyrst ásamt því að upplýsa ef sorphirða breytist.