Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Keiliskoddinn til Las Vegas
Fimmtudagur 19. september 2013 kl. 15:19

Keiliskoddinn til Las Vegas

Keiliskoddinn, eða Keilir Pillow, sem Hulda Sveinsdóttir hefur unnið að þróun á síðustu misseri, verður til sýnis á risastórri vörusýningu í Las Vegas nú síðar í mánuðinum.

Í samtali við Víkurfréttir segir Hulda að henni hafi verið boðið á sýninguna í kjölfar þess að Keiliskoddinn hlaut gullverðlaun á vörusýningu fyrr á árinu. Á sýningunni í Las Vegas eru 4000 aðilar að sýna vöru sína, bæði framleiðendur og seljendur. Sýningin verður dagana 23. til 25. september og sagðist Hulda vera full tilhlökkunar að taka þátt í sýningunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024