Samkaup
Samkaup

Fréttir

Mik­il hættu­merki um yf­ir­vof­andi eld­gos
Frá Grindavíkurhöfn í ágúst á síðasta ári. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 16. maí 2022 kl. 21:06

Mik­il hættu­merki um yf­ir­vof­andi eld­gos

„Mér finnst ekki ólík­legt að það sé kvika að safn­ast sam­an und­ir Svartsengi, eða þess vegna und­ir Sund­hnjúkagígaröðinni sem ligg­ur til norðaust­urs frá Grinda­vík þar sem að það eru bún­ir að vera viðvar­andi skjálft­ar í lang­an tíma,“ seg­ir Ólaf­ur G. Flóvenz, jarðeðlis­fræðing­ur og fyrr­um for­stjóri Íslenskr­ar orku­rann­sókna (ÍSOR), en hann tel­ur þetta vera mik­il hættu­merki um yf­ir­vof­andi eld­gos. Frá þessu er greint á mbl.is í kvöld.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir hann að ef eld­gos myndi hefjast við Svartsengi þá yrðu Bláa lónið og orku­verið í Svartsengi í mik­illi hættu vegna hraun­rennsl­is. Hann seg­ist þó hafa mest­ar áhyggj­ur af Grinda­vík sem hann seg­ir standa á hrauni sem rann úr Sund­hnjúkagíg­um fyr­ir um tvö þúsund árum, en syðstu gíg­arn­ir eru nán­ast við ystu mörk­in á byggðinni í Grinda­vík.

„Það seg­ir manni bara það að það hlýt­ur að vera mik­il hætta á eld­gosi í kring­um Grinda­vík, í Svartsengi og í Eld­vörp­um við nú­ver­andi aðstæður.“