HS Orka
HS Orka

Fréttir

Otti Rafn lætur af formennsku Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Þriðjudagur 2. apríl 2024 kl. 21:48

Otti Rafn lætur af formennsku Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Grindvíkingurinn Otti Rafn Sigmarsson ætlar að láta af störfum sem formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Frá þessu greinir hann á Facebook í kvöld.

„Ég hef tekið þá þungu og erfiðu ákvörðun að láta af störfum sem formaður Slysavarnafélagins Landsbjargar.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Eins og flestir vita höfum við Grindvíkingar þurft að takast á við náttúruöflin síðustu mánuði og það sér ekki fyrir endann á þeirri baráttu. Lífi okkar allra hefur verið snúið á hvolf oftar en einu sinni í þessum atburðum og framundan er mikil barátta, ekki bara í því að koma upp nýju heimili heldur líka í atvinnu- og félagsmálum í Grindavík.

Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að leiða þetta stóra félag. Ég er þakklátur fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið í mínum störfum og fyrir það bakland sem ég hef haft. Ég skil við þessi störf í góðu og mun halda áfram að starfa í framlínunni með björgunarsveitarfólki í Grindavík um ókomna tíð.

Á næstu misserum munum við fjölskyldan slípa til nýtt fjölskyldulíf í eins víðtæku samhengi og hugsast getur. Ofan á það á eftir að endurreisa heilt samfélag og ætla ég mér að taka fullan þátt í því 💛💙

Með von um bjarta framtíð
Otti Rafn Sigmarsson“