Fréttir

Rafmagnskassi í Garði sprakk
Skjáskot úr myndskeiðinu á Garðmenn og Garðurinn.
Mánudagur 6. apríl 2020 kl. 09:11

Rafmagnskassi í Garði sprakk

Hluti af byggðinni í Garði varð rafmagnslaus seint í gærkvöldi. Götuskápur fyrir rafmagnstengingar við Skólabraut sprakk. Á fésbókarsíðunni Garðmenn og Garðurinn má sjá myndskeið sem Ragnhildur Guðrún Ragnarsdóttir, íbúi við götuna, náði þegar eldglæringar stóðu út úr skápnum.

Neyðarlínunni var gert viðvart og starfsmenn frá HS Veitum voru kallaðir til viðgerðar.

Með því að smella hér má sjá myndskeiðið.