Rannsaka jarðhita í Stóru Sandvík
Orkustofnun hefur óskað eftir umsögn Grindavíkurbæjar um umsókn HS Orku um rannsóknarleyfi á jarðhita í Stóru-Sandvík. Skipulagsnefnd Grindavíkur gerði ekki athugasemd við umsókn HS Orku um rannsóknarleyfi á jarðhita í Stóru-Sandvík fundi sínum þann 17. maí síðastliðinn og vísaði afgreiðslunni til bæjarstjórnar. Bæjarstjórn staðfesti samhljóða afgreiðslu skipulagsnefndar á síðasta fundi sínum.