Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

BR meistari í 3. deild
Liðsmenn A-liðs BR tímabilið 2021–2022 (frá vinstri): Damian Kossakowski, Abbas Rahman Abdullah, Mateusz Marcykiewicz, Piotr Herman og Bjarni Þorgeir Bjarnason, þjálfari.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 12. maí 2022 kl. 08:54

BR meistari í 3. deild

Borðtennisfélag Reykjanesbæjar (BR) varð deildarmeistari í þriðju deild um helgina eftir að A-lið BR lagði B-liðið 3:0 í úrslitaviðureign þriðju deildar Borðtennissambands Íslands. Þetta er frábær árangur en BR tefldi fram liði í deildarkeppni í fyrsta sinn nú í vetur en félagið var stofnað árið 2021.

Leikið var í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði og með árangri sínum mun BR-A keppa í 2. deild á næsta ári. Enn er möguleiki á að B-lið BR muni einnig vinna sér sæti í 2. deild en BR-B mun keppa við A-lið Samherja sem er í 2. deild um sæti í deildinni á næsta ári.

Piotr Herman, formaður félagsins, stoltur með verðlaunabikarinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024