Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Jón Arnór til Keflavíkur
Miðvikudagur 18. október 2017 kl. 21:18

Jón Arnór til Keflavíkur

Jón Arnór Sverrisson hefur komist að samkomulagi um að leika með Keflavík í Domino´s deild karla í körfu. Þetta kemur fram á karfan.is. Jón Arnór bað um lausn frá samningi frá Njarðvík nú fyrr í vikunni en honum fannst hann ekki fá nægan spilatíma með liðinu.

Keflavík mætir Grindavík á heimavelli annað kvöld og mun félagið reyna að fá leikheimild fyrir hann áður en leikar hefjast í TM höllinni annað kvöld þegar nágrannaliðin mætast.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024