Íþróttir

Kanalausir Keflvíkingar áfram á sigurbraut – Grindavík tapaði á Álftanesi
Halldór Garðar Hermannsson, fyrirliði Keflvíkinga, leiddi sína menn til sigurs gegn Haukum en hann var stigahæstur Keflvíkinga. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 14. nóvember 2024 kl. 21:51

Kanalausir Keflvíkingar áfram á sigurbraut – Grindavík tapaði á Álftanesi

Keflvíkingar unnu þriðja leikinn í röð í Bónusdeild karla í körfuknattleik þegar Haukar mættu í Blue-höllina í kvöld. Keflavík hefur því aldeilis rétt úr kútnum eftir smá hökt í byrjun móts.
Grindvíkingar fóru hins vegar fýluferð til Álftaness og töpuðu þar naumlega fyrir heimamönnum í Forsetahöllinni þegar Álftanes náði tíu stiga forystu í fyrsta leikhluta en Grindavík minnkaði muninn hægt og bítandi.

Keflavík - Haukar 117:85

(26:23, 31:19, 34:22, 26:21)

Leikur Keflavíkur og Hauka var jafn fram í annan leikhluta en þá skildu leiðir og heimamenn skildu Hauka eftir í rykinu. Að lokum höfðu Keflvíkingar auðveldan 32 stiga sigur.

Keflavík: Halldór Garðar Hermannsson 23, Jarell Reischel 16/11 fráköst, Sigurður Pétursson 16/7 fráköst, Igor Maric 16/9 fráköst, Jaka Brodnik 16, Hilmar Pétursson 14/5 stoðsendingar, Marek Dolezaj 9, Jakob Máni Magnússon 3, Finnbogi Páll Benónýsson 2, Ismael Herrero Gonzalez 2, Jökull Eyfjörð Ingvarsson 0, Nikola Orelj 0.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Jóhann Páll Kristbjörnsson, íþróttafréttaritari Víkurfrétta, var í Blue-höllinni í kvöld og ræddi við Hilmar Pétursson eftir leik. Viðtal og myndasafn er í vinnslu og birtist hér innan skamms.

Daniel Mortensen skilaði sínu í kvöld fyrir Grindavík en það dugði ekki til.

Álftanes - Grindavík 90:88

(30:20, 24:25, 19:23, 17:20)

Fjórði leikhluti var hörkuspennandi en Álftanes hafði fimm stiga forystu í upphafi hans. Grindvíkingar sneru leiknum sér í hag strax í byrjun leikhlutans og leiddu með einu til þremur stigum allt þar til í blálokin en heimamenn skoruðu þrjú síðustu stigin og unnu með tveimur stigum.

Grindavík: Daniel Mortensen 25/5 fráköst, Deandre Donte Kane 17/8 fráköst/6 stoðsendingar, Devon Tomas 15/8 fráköst/5 stoðsendingar, Jason Tyler Gigliotti 13/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 10, Valur Orri Valsson 8/5 stoðsendingar, Oddur Rúnar Kristjánsson 0, Alexander Veigar Þorvaldsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 0.

Keflavík - Haukar (117:85) | Bónusdeild karla 14. nóvember 2024