Keflavík á beinu brautinni en Njarðvík greip í tómt í Vesturbænum
Keflvíkingar virðast vera komnir á beinu brautina en þeir unnu ÍR örugglega í Bónusdeild karla í körfuknattleik í gær. Njarðvíkingar hikstuðu hins vegar þegar þeir töpuðu fyrir KR í Vesturbænum.
ÍR - Keflavík 79:91
(22:32, 21:27, 19:21, 17:11)
Keflvíkingar fylgdu eftir góðum sigri á KR með öruggum sigri á ÍR í gær. Keflvíkingar losuðu sig við Wendell Green í vikunni og það var ekki að sjá að þeir söknuðu hans.
Keflavík: Halldór Garðar Hermannsson 20, Igor Maric 14/5 fráköst, Marek Dolezaj 13/9 fráköst, Jaka Brodnik 13/6 fráköst, Sigurður Pétursson 9/8 fráköst/5 stoðsendingar, Hilmar Pétursson 8/6 fráköst, Ismael Herrero Gonzalez 7, Jarell Reischel 7/4 fráköst, Finnbogi Páll Benónýsson 0, Nikola Orelj 0, Jökull Eyfjörð Ingvarsson 0, Jakob Máni Magnússon 0.
KR - Njarðvík 86:80
(27:23, 18:25, 20:17, 21:15)
Njarðvíkingar leiddu með þremur stigum í hálfleik (45:48) en heimamenn reyndust sterkari í þeim seinni.
Staðan var jöfn fyrir fjórða leikhluta (65:65) en KR-ingar náðu ellefu stiga forystu í fjórða leikhluta (81:70) og sigldu sigrinum vandræðalaust í land.
Njarðvík: Dwayne Lautier-Ogunleye 19/4 fráköst/5 stoðsendingar, Dominykas Milka 18/13 fráköst/5 stoðsendingar, Isaiah Coddon 14, Mario Matasovic 12/10 fráköst, Khalil Shabazz 9/7 stoðsendingar, Veigar Páll Alexandersson 5/4 fráköst, Brynjar Kári Gunnarsson 3/4 fráköst, Alexander Smári Hauksson 0, Sigurbergur Ísaksson 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Guðmundur Aron Jóhannesson 0, Mikael Máni Möller 0.