Skólaslit
Skólaslit

Íþróttir

Keflavík tapaði fyrsta leik
Thelma Dís Ágústsdóttir skoraði tíu stig fyrir Keflavík í gær. Myndir úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 3. október 2024 kl. 13:10

Keflavík tapaði fyrsta leik

Íslands-, deildar- og bikarmeistarar Keflavíkur þurftu að játa sig sigraða í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik kvenna þegar Stjarnan vann með sjö stigum í Garðabæ í gær.

Stjarnan - Keflavík 71-64 (13-26, 22-9, 23-13, 13-16)

Keflvíkingar byrjuðu betur og höfðu þrettán stiga forystu eftir fyrsta leikhluta (13-26) en heimakonur bitu frá sér í öðrum leikhluta og jöfnuðu leikinn fyrir hálfleik (35-35).

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Þriðji leikhluti var Stjörnukvenna og þær sigu tíu stigum fram úr Keflvíkingum (58-48) sem náðu að minnka muninn í eitt stig (65-64) þegar tvær og hálf mínúta voru til leiksloka. Heimakonur sigldu svo sigrinum í land með því að gera sex síðustu stigin í leiknum. Lokatölur 71-64.

Keflvíkingar eru enn á Söru Rúnar Hinriksdóttur sem glímir við meiðsli.

Frammistaða Keflvíkinga: Jasmine Dickey 25/13 fráköst/7 stolnir, Thelma Dís Ágústsdóttir 10, Anna Lára Vignisdóttir 8/7 fráköst/6 stoðsendingar, Anna Ingunn Svansdóttir 8, Agnes María Svansdóttir 7/4 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 6, Eygló Kristín Óskarsdóttir 0, Ásthildur Eva H. Olsen 0, Anna Þrúður Auðunsdóttir 0, Hanna Gróa Halldórsdóttir 0, Ásdís Elva Jónsdóttir 0, Eva Kristín Karlsdóttir 0.