SSS
SSS

Íþróttir

KR-ingar kjöldregnir í þriðja leikhluta
Jaka Brodnik var fremstur meðal jafningja í sigri Keflavíkur í kvöld. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 1. nóvember 2024 kl. 22:16

KR-ingar kjöldregnir í þriðja leikhluta

Keflavík vann KR í kvöld í Bónusdeild karla í körfuknattleik. KR leiddi með tveimur stigum (49:51) eftir jafnan fyrri hálfleik en Keflvíkingar réttu heldur betur úr kútnum í þriðja leikhluta og lögðu þar grunninn að sex stiga sigri.

Keflvíkingar voru fimmtán stigum yfir fyrir fjórða leikhluta (76:61) og höfðu efni á því að gefa örlítið eftir í síðasta leikhluta en höfðu að lokum sex stiga sigur (94:88).

Þetta var annar sigurleikur Keflavíkur á tímabilinu en liðið hafði ekki unnið síðan í fyrstu umferð.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Keflavík - KR 94:88

(31:29, 18:22, 27:10, 18:27)
Marek Dolezaj stóð fyrir sínu í kvöld; skilaði fjórtán stigum, tók tíu fráköst, átti eina stoðsendingu og var með 23 framlagspunkta.

Keflavík: Jaka Brodnik 19/9 fráköst, Wendell Green 16/5 stoðsendingar, Igor Maric 16, Marek Dolezaj 14/10 fráköst, Jarell Reischel 13/7 fráköst, Hilmar Pétursson 8, Halldór Garðar Hermannsson 6/4 fráköst, Sigurður Pétursson 2/5 fráköst, Nikola Orelj 0, Ismael Herrero Gonzalez 0, Jakob Máni Magnússon 0, Finnbogi Páll Benónýsson 0.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var í Blue-höllinni og tók meðfylgjandi myndir.

Keflavík - KR (94:88) | Bónusdeild karla 1. nóvember 2024