SSS
SSS

Íþróttir

Njarðvíkingar töpuðu fyrir stigalausum Breiðhyltingum
Dominykas Milka skilaði ágætis framlagi í Njarðvík í kvöld, var með 23 stig, fjórtán fráköst, eina stoðsendingu og 29 framlagspunkta. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 15. nóvember 2024 kl. 22:35

Njarðvíkingar töpuðu fyrir stigalausum Breiðhyltingum

Njarðvíkingar töpuðu öðrum leik sínum í röð í Bónusdeild karla í körfuknattleik þegar ÍR sótti bæði stigin til Njarðvíkur í kvöld.
Það var þungt yfir Rúnari Inga Erlingssyni, þjálfara Njarðvíkinga, í þriðja leikhluta.

Njarðvík - ÍR 96:101

(23:25, 31:15, 17:33, 25:28)

Fyrsti leikhluti var jafn en eftir góðan annan leikhluta fóru heimamenn inn í hálfleikinn með fjórtán stiga forystu (54:40).

Það var eins og eitthvað hefði slokknað hjá Njarðvíkingum í hálfleik og ÍR sneri taflinu sér í vil í þriðja leikhluta með því að skora 33 stig á meðan heimamenn gerðu einungis sautján.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Gestirnir því með tveggja stiga forskot (71:73) í kjörstöðu til að landa fyrsta sigrinum þegar fjórði leikhluti rúllaði af stað. Þegar þarna var komið við sögu voru ÍR-ingar komnir með blóð á tennurnar og tilbúnir að gefa allt í síðasta fjórðunginn. Njarðvíkingar reyndu hvað þeir gátu en alltaf áttu gestirnir svar við tilraunum þeirra. Að lokum verður því að segjast að sigur ÍR hafi verið sanngjarn.

Njarðvík: Dominykas Milka 23/14 fráköst, Khalil Shabazz 22/8 stoðsendingar/5 stolnir, Mario Matasovic 17/7 fráköst, Dwayne Lautier-Ogunleye 14/8 stoðsendingar, Snjólfur Marel Stefánsson 8, Isaiah Coddon 7, Veigar Páll Alexandersson 5, Mikael Máni Möller 0, Guðmundur Aron Jóhannesson 0, Brynjar Kári Gunnarsson 0, Alexander Smári Hauksson 0, Sigurbergur Ísaksson 0.


Jóhann Páll Kristbjörnsson, íþróttafréttaritari Víkurfrétta, var í IceMar-höllinni í kvöld og tók Loga Gunnarsson, aðstoðarþjálfara Njarðvíkinga, tali eftir leik. Viðtalið er hér að neðan innan skamms.

Njarðvík - ÍR (96:101) | Bónusdeild karla 15. nóvember 2024