Sjálfstæðisflokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn

Íþróttir

Ray áfram með Reynismenn
Ray mun stýra Reynismönnum á næsta ári. Mynd úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
mánudaginn 4. nóvember 2024 kl. 09:10

Ray áfram með Reynismenn

Knattspyrnudeild Reynis og Ray Antony Jónsson hafa komist að samkomulagi um að framlengja samning hans út tímabilið 2025. Næsta ár verður því þriðja tímabil hans með liðið en Ray kom til Reynis árið 2023 og Reynismenn unnu þriðju deild það sumar. Reynir hafnaði í neðsta sæti annarrar deildar í sumar og leikur því að nýju í þeirri þriðju næsta sumar.

„Við erum ekki komnir þangað sem við viljum vera og því heldur vinnan okkar áfram. Ég er glaður að hafa fengið traustið til að halda áfram með liðið,“ er haft eftir Ray á Facebook-síðu Reynis af þessu tilefni.

SSS
SSS

Vinna við ráðningu aðstoðarþjálfara er í fullum gangi og er von á frekari fréttum innan tíðar.

Knattspyrnudeildin hefur auk þess komist að samkomulagi við Hubert Kotus og Sindra Þór Guðmundsson um að þeir yfirgefi félagið.

Sindri Þór ætlar að leita annað fyrir næsta tímabil. Sindri var næstmarkahæsti leikmaður liðsins á síðasta tímabili en hann skoraði fimm mörk í tuttugu leikjum og var kosinn besti leikmaður Reynis af stuðningsmönnum liðsins.