Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Reynir deildarmeistari í annarri deild karla í körfuknattleik
Deildarmeistarar Reynis í 2. deild karla 2020–2021.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 15. maí 2021 kl. 14:51

Reynir deildarmeistari í annarri deild karla í körfuknattleik

Reynismenn léku gegn ÍA í gær um sigur í annarri deild karla í körfuknattleik. Eftir fjörugan og spennandi leik voru það Reynismenn sem fögnuðu sigri.

Reynismenn byrjuðu leikinn betur og leiddu eftir fyrsta leikhluta 25:21. Reynir náði mest ellefu stiga forystu í fyrsta leikhluta en Skagamenn gerðu vel að saxa á forskotið.

Skagamenn héldu þaðan sem frá var horfið í öðrum leikhluta og komust yfir í fyrsta sinn um miðjan leihlutann en Reynismenn jöfnuðu í 43:43 um þann mund sem flautað var til hálfleiks með körfu frá miðju.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í þriðja leikhluta hélst spennan framan af, eða þar til Sandgerðingar settu niður tvo þrista og leiddu með átta stigum fyrir lokaleikhlutann.

Með þremur þristum í upphafi fjórða leikhluta náðu Reynismenn góðu forskoti sem þeir héldu til leiksloka – lokatölur 107:95 og Reynir er deildarmeistari annarrar deildar karla í körfuknattleik 2020–2021.