Optical Studio
Optical Studio

Íþróttir

Sveindís Jane afgreiddi Pólverjana
Sveindís Jane fagnar marki sínu gegn Þjóðverjum á Laugardalsvelli síðasta föstudag. Mynd: Hafliði Breiðfjörð/Fótbolti.net
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 16. júlí 2024 kl. 22:02

Sveindís Jane afgreiddi Pólverjana

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði eina mark Íslands í sigri á Póllandi í lokaumferð undankeppni EM sem fram fór í kvöld.

Markið kom eftir hálftíma leik þegar Sveindís setti pressu á bakvörð pólska landsliðsins og vann af henni boltann á kantinum nærri miðlínu. Sveindís gaf þá í og tók sprett að marki Pólverja, lék laglega á hafsent og markvörð Pólverja sem vissu varla í hvorn fótinn þær áttu að stíga. Síðan skaut hún öruggu skoti í nærhornið án þess að markvörðurinn hreifði legg eða lið. Stórglæsilegt mark hjá Keflvíkingnum sprettharða.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ísland var mikið betra liðið í leiknum en þær íslensku voru þegar búnar að tryggja sér farseðilinn á Evrópumótið sem verður haldið í Sviss á næsta ári með frækilegum sigri á Þjóðverjum hér heima á föstudaginn var.


Mark Sveindísar Jane má sjá í spilaranum hér að neðan.