Samkaup
Samkaup

Íþróttir

Grindavík fór hægt af stað í fyrsta tapinu
Devon Tomas í leiknum í gær. Ljósmynd/Ingibergur Þór Jónasson
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 26. október 2024 kl. 10:31

Grindavík fór hægt af stað í fyrsta tapinu

Grindavík tapaði fyrsta leiknum á tímabilinu í Bónusdeild karla í körfuknattleik í gær þegar Tindastóll vann með þremur stigum.

Grindavík byrjaði leikinn illa og gestirnir leiddu með tuttugu stigum eftir fyrsta leikhluta (12:32). Þennan mun náðu Grindvíkingar ekki að vinna upp þó litlu hafi munað í lokin.

Grindavík - Tindastóll 90:93

(12:32, 33:27, 18:18, 27:16)

Grindavík: Devon Tomas 26/4 fráköst/6 stoðsendingar, Deandre Donte Kane 23/4 fráköst, Daniel Mortensen 16/7 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 15/10 fráköst, Jason Tyler Gigliotti 7, Valur Orri Valsson 3, Oddur Rúnar Kristjánsson 0, Alexander Veigar Þorvaldsson 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 0.