Framsóknarflokkurinn
Framsóknarflokkurinn

Íþróttir

Ty-shon Alexander genginn til liðs við Keflavík
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 13. nóvember 2024 kl. 14:05

Ty-shon Alexander genginn til liðs við Keflavík

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur kynnti nýjan leikmann karlaliðsins til leiks í hádeginu en Keflavík hefur samið við Bandaríkjamanninn Ty-shon Alexander.

Ty-shon Alexander er 26 ára, 191cm á hæð og spilaði fyrir Creighton Bluejays í háskólaboltanum áður en hann samdi við Phoenix Suns í NBA-deildinni tímabilið 2020/2021. Hann var í liði Suns sem fór alla leið í NBA Finals það timabil.

Eftir tímabilið í NBA hefur hann bæði verið að spila á Ítalíu og í NBA G-League í Bandaríkjunum. Alexander vann NBA G-League með liði sínu Greensboro Swarm sem er í eigu Charlotte Hornets.
Ty-shon Alexander varð einnig bikarmeistari á Ítalíu með liði sínu Virtus Bologna og þá var hann einnig í bronsliði Bandaríkjanna á Pan American Games árið 2019.

Viðreisn
Viðreisn

Ty-shon er væntanlegur til landsins á næstu dögum en á meðan beðið er má sjá hann í myndskeiðum hér að neðan.