„Uppáhalds lögin mín“ tónleikar með Elízu Newman
Fimmtudaginn 13.júní mun Elíza Newman og hljómsveit flytja lög hennar ásamt uppáhaldslögum Elízu tengd Reykjanesbæ í tilefni af 30 ára afmæli Reykjanesbæjar.
Á dagskrá verða lög tengd Höfnum og Reykjanesbæ í bland við hennar eigin. Lög með listamönnum á borð við Vilhjálm Vilhjálms, Ellý Vilhjálms, Trúbrot og Hljóma.
Með Elízu spila þau Kidda Rokk á bassa, Karl Guðmunds á trommur og Haraldur V Sveinbörns á gítar og hljómborð.
Tónleikarnir eru haldnir í Kirkjuvogkirkju í Höfnum og hefjast kl.21
Ókeypis aðgangur og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir!