Allt á floti við Keflavíkurbryggju
Glæsilegar ljósmyndir
Svokallað stórstreymi gerði vart við sig í Keflavíkurhöfn í gær en úr varð skemmtilegt sjónarspil þar sem víða flæddi yfir bryggjuna. Lesandi Víkurfrétta, Einar Guðberg tók nokkrar glæsilegar ljósmyndir þar sem ungviðið óð m.a. út í kaldan sjóinn af bryggjunni. Mikið líf var á bryggjunni en fjölmargir voru þar við makrílveiði, bæði bátar og menn.
Þegar tungl er nýtt eða fullt (sól, tungl og Jörð í línu) leggjast flóðkraftar tungls og sólar saman sem leiðir til stórstreymis.
Það var mikið líf við bryggjuna í gær.