Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Elíza Newman gefur út nýtt lag – Icebergs
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
fimmtudaginn 26. janúar 2023 kl. 13:39

Elíza Newman gefur út nýtt lag – Icebergs

„Ég vildi að tilfinningin í laginu væri mjúk, flæðandi og afslöppuð,“ segir Elíza Newman, tónlistarkona.

Elíza Newman sem gaf núverið út plötu – þá elleftu í röðinni ef allar plötur með Kolrössu krókríðandi og Bellatrix eru taldar með, gefur út nýtt lag af plötunni föstudaginn 27. janúar. Lagið heitir Icebergs en platan heitir Wonder days.

Elíza byrjaði ung í tónlist en hún er frá Keflavíkurhluta Reykjanesbæjar. Hún og vinkonur hennar stofnuðu Kolrössu krókríðandi árið 1992 og nafnið breyttist í Bellatrix þegar reynt var við meikið í Bretlandi. Undanfarin ár hefur hún verið sóló-tónlistarmaður. „Ég var mikið að vinna með stemningu í þessu lagi en ég spila á öll hljóðfærin nema trommur og syng auðvitað lagið eins og öll hin. Að sjálfsögðu lét ég fiðluna leika sitt hlutverk en það er líklega það hljóðfæri sem mér er hvað kærast. Hún leiðir melódíuna og skapar skemmtilegt samspil við sönginn. Ég vildi að tilfinningin í laginu væri mjúk, flæðandi og afslöppuð í takt við boðskap lagsins. Icebergs er um að allt er breytingum háð og sama hvað þú heldur að þú vitir mikið, þá er það kannski bara brotabrot af stóru myndinni, eða eins og toppurinn á ísjakanum,” sagði Elíza.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024