Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Fjölbreytt dagskrá á Safnahelgi á Suðurnesjum 16.–17. október
Föstudagur 15. október 2021 kl. 07:51

Fjölbreytt dagskrá á Safnahelgi á Suðurnesjum 16.–17. október

Það verða margir viðburðir, fyrirlestrar, sýningar og tónleikar á Safnahelgi á Suðurnesjum sem nú er haldin í tólfta sinn helgina 16.–17. október. Öll söfn í sveitarfélögunum á Suðurnesjum verða opin laugardag og sunnudag.

Að minnsta kosti fernir tónleikar verða í boði þar sem hljómsveitirnar Flott, JFDR, Midnight Librarian og systkinin Fríða Dís og Smári Guðmundsbörn koma fram. Áhugaverðar sýningar eru víða á Suðurnesjum, m.a. margar í Duus Safnahúsum í Keflavík en einnig víðar í hinum sveitarfélögunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá verða áhugaverðir viðburðir eins og Sögustund með Alla á Kvikunni í Grindavík, Sjólyst, hús Unu, Völvu Suðurnesja í Garðinum verður opið og þá opnar Ásgeir Hjálmarsson Braggann sinn í Garðinum en hann mun einnig fara yfir sögu Guðna á trukknum á Byggðasafninu.

Sýning um sögu Reykjanesvita verður í nýuppgerðu húsnæði neðan við við Reykjanesvita og þá verður Sögu- og minjafélag Vatnsleysustrandar og Heilsuleikskólinn Suðurvellir með sameiginlega ljósmyndasýningu í Gamla Skólanum í Norðurkoti sem staðsettur er við Kálfatjarnarkirkju. Á Safnahelgi verða sögustundir og upplestrar og fleira mætti nefna en sjá má kynningar og upplýsingar um alla viðburði á vefsíðunni safnahelgi.is.

Ásgeir Hjálmarsson í Bragganum í Garði.

Tónlistarfólkið og systkinin Fríða Dís og Smári koma fram á Rokksafni Íslands laugardaginn 16. október kl. 14.

„ÞAÐ SEM STRÍÐIÐ SKILDI EFTIR“

Í safnamiðstöðinni í Ramma verður boðið upp á sýningu einkasafnara og Byggðasafns Reykjanesbæjar á munum tengdum hernaði. Byggðasafn Reykjanesbæjar hefur verið með söfnunarátak á munum og minjum sem tengjast veru varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Hluti þess sem safnast hefur verður til sýnis á sýningu í Safnamiðstöðinni í Ramma við Seylubraut 1. Ásamt Byggðasafninu verða fimmtán einkasafnarar sem sýna hluta af afrakstri söfnunar sinnar á munum sem tengjast veru hers á Íslandi. Þar má meðal annars sjá farartæki, líkön, vopn, orður og einkennisbúninga.

Sýningin verður opin gestum og gangandi milli kl. 12 og 17 laugardaginn og sunnudaginn 16.–17. október.