Mannlíf

FS-ingur vikunnar: Klaufi sem ætlar að standa sig vel í lífinu
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
sunnudaginn 19. nóvember 2023 kl. 06:05

FS-ingur vikunnar: Klaufi sem ætlar að standa sig vel í lífinu

FS-ingur vikunnar:
Nafn: Matthildur Emma Sigurðardóttir.
Aldur: 17 ára (fædd 2006.)
Námsbraut: Félagsvísindabraut.
Áhugamál: Söngur og að horfa á heimildarmyndir um raðmorðingja og fleira spennandi.

Matthildur Emma er sautján ára og hefur skuggaleg áhugamál eins og heimildarmyndum um raðmorðingja. Henni finnst félagslífið í FS geggjað og gengur á félagsvísindabraut skólans. Matthildur Emma er FS-ingur vikunnar.

Hvers saknar þú mest við grunnskóla? Ég sakna mest gamla bekksins míns og kennaranna.

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í FS? Stutt að heiman og heyrði bara að hann væri geggjaður skóli.

Hver er helsti kosturinn við FS? Félagslífið.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Mér finnst það bara geggjað.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Ég hef ekki hugmynd en ég held að ég þurfi að segja Róbert sem er í hljómsveitinni Nostalgíu því hann er geggjaður söngvari.

Hver er fyndnastur í skólanum? Eva María og Ragna María, þær eru fyndnastar.

Hvað hræðist þú mest? Allar pöddur og flugur.

Hvað er heitt og hvað er kalt þessa stundina? Heitt: Uggs. Kalt: Hvítir Airforce.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Á svo mörg en það fyrsta sem kemur i huga er Rómeó og Júlía með Bubba.

Hver er þinn helsti kostur? Held að minn helsti kostur sé að ég er mjög góð í því að hlusta á fólk.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Instagram, Snapchat og Facebook.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Klára framhaldsskóla og fara í háskóla í réttarsálfræði. Reyna svo að ferðast eins mikið og ég get.

Hver er þinn stærsti draumur? Að geta ferðast um allan heiminn og standa mig vel í lífinu.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það og af hverju? Klaufi.