Samkaup
Samkaup

Mannlíf

FS-ingur vikunnar: Knattspyrnu­kona með mikið  keppnisskap
Sunnudagur 31. mars 2024 kl. 06:11

FS-ingur vikunnar: Knattspyrnu­kona með mikið keppnisskap

FS-ingur vikunnar:
Nafn: Salome Kristín  Róbertsdóttir.
Aldur: 16.
Námsbraut: Fjölgreinabraut.
Áhugamál: Fótbolti.

Salome Kristín Róbertsdóttir er á sautjánda ári og kemur úr Sandgerði. Salome er á fjölgreinabraut í FS og hefur mikinn áhuga á félagslífi og fótbolta og æfir hún með liði Keflavíkur. Salome stefnir á að verða tannlæknir í framtíðinni.

Á hvaða braut ertu? Fjölgreinabraut.

Hver er helsti kosturinn við FS? Auðvitað félagslífið.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Júlían Breki því bróðir hans er TikTok-stjarna.

Skemmtileg saga úr FS? Álfaskólinn, í Erasmus-verkefni. Segi ekki meira en það.

Hver er fyndnastur/fyndnust í skólanum? Watan!

Hver eru helstu áhugamálin þín? Væntanlega fótbolti.

Hvað hræðistu mest? Sleggjuna.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Hvítir skór.

Hver er þinn helsti kostur? Vinur vina minna.

Hver er þinn helsti galli? Smá keppniskap.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Auðvitað TikTok.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Að vera fyndin.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Það væri örugglega bara að verða tannlæknir, ekkert skrifað á stein.

Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það? Ljóska.